Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) ásamt Noregi og Liechtenstein. Sem aðili að EES hefur Ísland tekið upp allar tilskipanir Evrópusambandsins (ESB) er lúta að innri markaði fyrir fjármálaþjónustu og neytendavernd. Starfsemi tryggingarsjóðs byggir m.a. á tilskipun ESB um innlánstryggingar (94/19/EC) en tilskipunin tryggir ákveðna samræmingu í innlánstryggingarvernd innan ESB og EES.

Lög nr. 98/1999  með síðari breytingum gilda um TIF. Lögin voru samþykkt frá Alþingi 27. desember 1999 og tóku gildi 1. janúar 2000.
Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta var stofnaður 28. desember 1999.

Þann 21. febrúar 2000 setti ráðherra reglugerð nr. 120/2000 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. Gerð var breyting á þeirri reglugerð með reglugerð nr. 864/2002.

Hinn 31. maí 2011 voru samþykkt á Alþingi lög nr. 55/2011 um breytingu á lögum nr. 98/1999. Er innlánsstofnunum með þeim gert að greiða gjald til sjálfstæðar deildar sjóðsins vegna 2011. Um var að ræða almennt iðgjald sem svaraði til 0,3% á ári af öllum innstæðum eins og þær eru skilgreindar í lögunum. Að auki skal greiða breytilegt iðgjald í samræmi við áhættustuðul sem Fjármálaeftirlitið gefur hverri innlánsstofnun.