Stjórn Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF eða sjóðurinn) hefur gefið út ákvörðun dags. 8. september 2011 um hvernig greiðslum úr innstæðudeild sjóðsins verður háttað í kjölfar hruns íslensku bankanna haustið 2008 og síðar. Ákvörðunin hefur verið birt í heild sinni á heimasíðu sjóðsins www.tif.is og vísast til hennar til skýringar og fyllingar á þeim upplýsingum sem hér fara á eftir. Kröfuhafar geta einnig óskað þess að fá ákvörðunina senda í pósti.

Umrædd ákvörðun stjórnar TIF kann að hafa mikil áhrif á réttindi kröfuhafa, en afstaða stjórnar TIF er sú að greiða eigi innstæðueigendum Landsbanka Íslands hf. fyrst allra kröfuhafa innstæðudeildar sjóðsins. Stjórn TIF lítur svo á að greiðsluskylda sjóðsins hafi orðið virk síðar í tilviki annarra aðildarfyrirtækja sjóðsins. Afleiðing þessarar ákvörðunar er sú að engar eignir teljast hafa verið til staðar í TIF þegar greiðsluskylda varð virk í öðrum tilvikum á árinu 2008. Fyrirséð er því að kröfuhafar Kaupþings banka hf. og Glitnis banka hf. fá ekki greiðslur úr innstæðudeild TIF að svo stöddu.

Vegna þessa er hér með skorað á kröfuhafa TIF að kynna sér ákvörðun stjórnar TIF. Jafnframt er skorað á kröfuhafa TIF að koma skriflega á framfæri athugasemdum og andmælum sínum vegna ákvörðunar þessarar innan tveggja mánaða frá birtingu hennar. Ekki verður tekin afstaða til fyrirspurna og/eða ábendinga sem berast eftir umrætt tímamark. Komi ekki fram athugasemdir eða andmæli við ákvörðun þessa mun stjórn TIF halda áfram útgreiðsluferli í samræmi við ákvörðun sína.

Skrifleg andmæli, athugasemdir eða fyrirspurnir skulu berast TIF annað hvort í gegnum tölvupóstinn This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða á eftirfarandi póstfang:

Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta
b.t. stjórnar TIF
Borgartúni 35
105 Reykjavík.